? Gleði, hamingja, heilsa: 1. Innri friður. 2. Að fá ánægju með að hjálpa og vera Öðrum stuðningur. Sambönd. 12R.tv❌✅ Ég óska Þér, Sjálfum mér og Öðrum að við lok næsta árs gætum Við hvert og eitt sagt: “2022 var besta ár lífs míns ??”. Marcin Ellwart
Hamingja
Hamingja, sæla eða lukka er tilfinning fyrir gleði, ánægju og velferð. Hamingja er flókin tilfinning sem erfitt er að festa hendur á. Hugtakið er samt mikilvægt í heimspeki, sálfræði og í trúarbrögðum auk þess sem markaðsrannsóknir ganga oft út á að reyna að meta hvað það er sem gerir fólk hamingjusamt.
Wikipedia.org:
https://is.m.wikipedia.org/wiki/Hamingja
Heilsa
Heilsa er samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðisstofnuninnar (WHO) ekki einungis fólgin í að vera sjúkdómalaus heldur í almennri velferð einstaklings bæði líkamlegri, andlegri og félagslegri.[1]
https://is.m.wikipedia.org/wiki/Heilsa
Sjálfstæði
Sjálfstæði lands, þjóðar eða ríkis er að ábúendur njóti algers fullveldis. Að öðrum kosti eru viðkomandi undir aðra settir og geta slík valdatengsl tekið á sig margs konar myndir eftir samhengi þess. Þannig er til að mynda rætt um forræði milli ríkja þegar voldug ríki hafa mikil áhrif á grannríki, svo mikil jafnvel að vegið er að sjálfstæði þeirra. Annað dæmi er nýlendur þær sem voru settar undir evrópsku verslunarveldin á tímabili útbreiðslu vestrænnar heimsvaldastefnu.
Eftir að Sovétríkin liðu undir lok urðu mörg ríki þeirra sjálfstæð. Á Balkanskaganum myndaðist fjöldi ríkja úr leifum Júgóslavíu, þeirra á meðal Kosóvó, sem lýsti yfir sjálfstæði 17. febrúar 2008.
Þegar eitt svæði tekur upp sjálfstæði frá öðru getur það gerst í raun réttri á tvo vegu, með lögskilnaðarleið og einhliða leið. Þannig öðluðust Bandaríki Norður-Ameríku ekki sjálfstæði með lögskilnaðarleið og þurftu að heyja sitt sjálfstæðisstríð. Sjálfstæði Noregs frá Svíþjóð fór ennfremur ekki fram með lögformlegum hætti ríkis sem skilið var frá og óttuðust sumir í Noregi að Svíar myndu senda herinn inn í landið en vitanlega fór ekki svo. Hins vegar var skilnaður Íslands frá Danmörku með fullkomlega lögformlegum hætti, en með sambandslögunum frá 1917 varð Ísland sjálfstætt og fullvalda ríki 1. desember 1918. Í Danmörku hefur verið hin síðari ár nær altækur samdómur um að Færeyjum og Grænlandi skuli veitt sjálfstæði sé meirihluti fyrir því á þeim stöðum. Kína á hinn bógin hefur haft aðra afstöðu til þessara mála þar sem þeir hafa neitað svæðum um sjálfstæði sem æskt hafa þess og unnið gegn sjálfstæðishreyfingum á þeim svæðum jafnvel með því að hvetja ‘etníska’ kínverja til að flytja inn á svæði sjálfstæðissinna.
https://is.m.wikipedia.org/wiki/Sj%C3%A1lfst%C3%A6%C3%B0i
Íslenska
Norrænt mál sem er talað á Íslandi
Íslenska er vesturnorrænt, germanskt og indóevrópskt tungumál sem er einkum talað og ritað á Íslandi og er móðurmál langflestra Íslendinga. Það hefur tekið minni breytingum frá fornnorrænu en önnur norræn mál og er skyldara norsku og færeysku en sænsku og dönsku.
Ólík mörgum öðrum vesturevrópskum tungumálum hefur íslenskan ítarlegt beygingarkerfi. Nafnorð og lýsingarorð eru beygð jafnt sem sagnir. Fjögur föll eru í íslensku, eins og í þýsku, en íslenskar nafnorðsbeygingar eru flóknari en þær þýsku. Beygingarkerfið hefur ekki breyst mikið frá víkingaöldinni, þegar Norðmenn komu til Íslands með norræna tungumál sitt.
Meirihluti íslenskumælenda býr á Íslandi, eða um 300.000 manns.[1] Um 8.000 íslenskumælendur búa í Danmörku, en þar af eru 3.000 nemendur. Í Bandaríkjunum eru talendur málsins um 5.000, og í Kanada 1.400. Stærsti hópur kandarískra íslenskumælenda býr í Manitoba, sérstaklega í Gimli, þar sem Vestur-Íslendingar settust að. Þó að 97% Íslendinga telji íslensku móðurmál sitt er tungumálið nokkuð í rénun utan Íslands. Þau sem tala íslensku utan Íslands eru oftast nýfluttir Íslendingar, nema í Gimli þar sem íslenskumælendur hafa búið frá 1880.
Árnastofnun sér um varðveislu málsins og hýsir miðaldahandrit sem skrifuð voru á Íslandi. Auk þess styður hún rannsóknir á málinu. Frá 1995 hefur verið haldið upp á dag íslenskrar tungu þann 16. nóvember á hverju ári, sem var fæðingardagur Jónas Hallgrímssonar skálds.